Binda vonir við að réttað verði yfir Gunnari fyrir áramót Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:20 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í norska bænum Mehamn í apríl síðastliðnum, var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að rétta í málinu fyrir áramót. Þetta kemur fram á vef norska fjölmiðilsins iFinnmark en Ríkisútvarpið greindi frá fyrst íslenskra miðla. Í frétt iFinnmark, sem birtist 7. nóvember síðastliðinn, er haft eftir Silju Arvola, upplýsingafulltrúa lögreglu í Finnmörk, að Gunnar muni sæta áfram gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Gunnar hefur verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins síðan í lok apríl. Þá sé rannsókn málsins lokið af hálfu lögreglu og málið sé komið á borð saksóknara í Troms og Finnmörk. Þá segir Torstein Hevnskjel saksóknari að vissulega hafi orðið tafir á rannsókninni en vonir séu bundnar við að réttað verði í málinu fyrir áramót. Málið sé á dagskrá héraðsdóms í Austur-Finnmörk 2. desember næstkomandi. Gunnar er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í Mehamn þann 27. apríl síðastliðinn. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína skömmu áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana. 17. júlí 2019 14:09 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í norska bænum Mehamn í apríl síðastliðnum, var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að rétta í málinu fyrir áramót. Þetta kemur fram á vef norska fjölmiðilsins iFinnmark en Ríkisútvarpið greindi frá fyrst íslenskra miðla. Í frétt iFinnmark, sem birtist 7. nóvember síðastliðinn, er haft eftir Silju Arvola, upplýsingafulltrúa lögreglu í Finnmörk, að Gunnar muni sæta áfram gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Gunnar hefur verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins síðan í lok apríl. Þá sé rannsókn málsins lokið af hálfu lögreglu og málið sé komið á borð saksóknara í Troms og Finnmörk. Þá segir Torstein Hevnskjel saksóknari að vissulega hafi orðið tafir á rannsókninni en vonir séu bundnar við að réttað verði í málinu fyrir áramót. Málið sé á dagskrá héraðsdóms í Austur-Finnmörk 2. desember næstkomandi. Gunnar er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í Mehamn þann 27. apríl síðastliðinn. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína skömmu áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana. 17. júlí 2019 14:09 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27
Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana. 17. júlí 2019 14:09
Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28