Á 142 kílómetra hraða undir áhrifum áfengis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:15 Alls voru 39 kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. vísir/vilhelm Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira