Á 142 kílómetra hraða undir áhrifum áfengis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:15 Alls voru 39 kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. vísir/vilhelm Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira