Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 10:18 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. AP/Seth Wenig Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent