Maggi meistari látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas-Maggi eða Maggi meistari, vakti mikla athygli fyrir hressleika sinn og góða nærveru hvort sem var í eldhúsinu eða sjónvarpsskjánum. visir/vilhelm Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006. Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006.
Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira