Tollar eru ekki séríslenskt fyrirbæri Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 17:35 Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun