Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 23:55 Trump virðist vera mjög ánægður með störf lögmanns síns. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24
Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45
Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54