Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:30 Allt að fjórðungi alls afla skipa ESB er kastað aftur frá borði. Um milljónir tonna er að ræða á síðustu árum. vísir Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira