Bader Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 07:59 Ruth Bader Ginsburg er elsti hæstaréttardómari Bandaríkjanna. getty/Tom Brenner Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53
Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30
Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42