Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 11:50 Þingstörf vesthanhafs virðast í algjörum lamasessi og fátt getur komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins í næstu viku. AP/J. Scott Applewhite Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira