Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 20:30 Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum. Dýr Garðabær Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum.
Dýr Garðabær Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira