Borginni gert að kynjamerkja klósett Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 08:24 Klósettin í skrifstofuhúsnæði borgarinnar, bæði í Borgartúni og við Tjörnina, skulu kynjamerkt að sögn Vinnueftirlitsins. Vísir/Daníel Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni. Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni.
Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00
Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00
Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38