Vill að hætt verði að halda villt spendýr í Húsdýragarðinum Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 13:38 Hildur Björnsdóttir segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31