Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 15:41 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. EFTA Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar. Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar.
Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira