Segir að fleiri en fólk í hjólastólum hafi þurft frá að hverfa vegna anna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 11:15 Íbúum á sambýli var vísað frá kaffihúsinu Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Vísir/Vilhelm Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður. Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður.
Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira