Aðstoðuðu körfuboltakempu við að bjarga bát og fá björgunarlaun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 15:15 Hafsólin lenti í vanda við Drangey í Skagafirði. Getty/Subtik VÍS, tryggingarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins. Ágreiningslaust var um að útgerðarfélagið ætti rétt á björgunarlaunum en deilt var við VÍS um hversu há þau ættu að vera. Útgerðin vildi sex milljónir en tryggingafélagið bauð í fyrstu 650 þúsund. Útgerðarfélagið sætti sig ekki við og höfðaði því mál.Startarinn bilaði og veðrið versnaði Þann 29. júlí á síðasta ári sigldi Hafsól út í Drangey með hóp ferðamanna í blíðskaparveðri. Við komuna í litla vík á eynni varð Viggó Jónsson, skipstjóri bátsins og faðir Helga Rafns, var við brunalykt. Í ljós kom að startari vélarinnar var bilaður og ekki var hægt að koma vélinni í gang. Feðgarnir starfrækja Drangeyjarferðir saman.Helgi Rafn, númer 14, í leik með Tindastól.vísir/daníelFékk skipstjórinn annan bát til þess að ferja ferðamennina í land ásamt Helga Rafni. Gerðar voru ráðstafanir til að fá nýjan startara. Um kvöldið var startarinn kominn til Sauðárkróks. Fékk Helgi Rafn Hans Björnsson á bátnum Kristínu SK-077 til þess að ferja sig út í eynna með startarann, ásamt tveimur viðgerðarmönnum. Þá hafði veður hins vegar farið versnandi og hvert ólagið á fætur öðrum, með brimsköflum, komið inn í víkina. Þá fékk Helgi Rafn þau skilaboð að Hafsól hefði losnað og veltist um í grjótinu við við Drangey. Hafði sjólag versnað töluvert. Hafði Viggó þá stokkið úr Hafsól þar sem hún lá á steinunum og við það lent í sjónum. Eyðilögðust báðir símar Viggós við þetta. Á meðan Helgi Rafn ræddi við lögreglumann á Sauðárkróki komu skipverjar um borð í Kristínu auga á Hafsól. Tókst Helga Rafni og félögum að koma taug á milli Hafsólar og Kristínar. Hafði Helgi Rafn í framhaldin samband við lögreglu og tjáði þeim að allir væru fundnir heilir á húfi. Báturinn var dreginn úr víkinni og komust viðgerðarmenn um borð til að gera við startarann. Báturinn var svo dreginn til hafnar á Sauðárkróki eftir nokkuð vesen og kominn í höfn rúmum tveimur klukkustundum eftir að hann fannst.Útgerðarfélagið taldi áhöfnina hafa lagt sig í stórhættu Útgerðarfélag Skagfirðinga, sem eigandi Kristínar, krafðist þess að fá greidd björgunarlaun vegna björgunarinnar, alls um sex milljóna króna. VÍS, tryggingarfélag Drangeyjarferða, greiddi að loknum nokkrum deilum 1,4 milljónir króna í björgunarlaun vegna málsins, án þess þó að samþykkja að málinu væri lokið.Taldi útgerðarfélagið að fyrir lægi að skipverjar á Kristínu hafi bjargað Hafsól frá altjóni, og áhöfn útgerðarinnar lagt sjálfa sig og bátinn í stórhættu við að að sigla inn í þrönga stórgrýtta vík svo bjarga mætti bátnum. Því ætti útgerðin rétt á björgunarlaunum sem félagið taldi að væri um sex milljónir króna að tilteknum ýmsum þáttum.Málsvörn Vís og Drangeyjarferða byggðist hins vegar á að björgunarlaunin væru þegar greidd þar sem útgerðin hafði fengið 1,4 milljónir króna. Þá væru ónógar upplýsingar fyrir hendi um sjó- og veðurlag, sem og hvar nákvæmlega báturinn hafi verið staddur í víkinni. Ómögulegt væri því að meta hvort hættan hafi verið meiri en almennt sé í sambærilegum málum. Þá hafi engin gögn verið lögð fram um útgjöld og tjón björgunarmanna. Björgunarmenn og búnaður í hættuÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé mat dómara að verulega hafi reynt á lagni og hæfni björgunarmanna þar sem aðstæður voru mjög slæmar vegna óveðurs og mikils öldugangs í víkinni. Björgunin hafi borist skjótt og tekist vel. Þannig hafi Hafsólinni verið bjargað frá altjóni sem orðið hefði ef björgunarmannanna hefði ekki notið við. Þá hafi með björguninni einnig verið komið í veg fyrir umhverfistjón á þessum stað en eyjan er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Því hafi, vegna veðurhamsins og öldugangsins, björgunarmenn lagt sig og búnað sinn í hættu með björgunaraðgerðinni. Horfa yrði þó til þess að björgunin tók ekki langan tíma. Þar sem siglingalög kveði á um að ákvarða þurfi björgunarlaun með það í huga að hvetja til björgunar mat dómurinn svo að hæfileg björgunarlaun væru 2,5 milljónir króna. Af þeim hefðu 1,4 milljónir króna þegar verið greiddar. Þá þurfa málsaðilar einnig að greiða útgerðarfélaginu 1,5 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenski körfuboltinn Skagafjörður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
VÍS, tryggingarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins. Ágreiningslaust var um að útgerðarfélagið ætti rétt á björgunarlaunum en deilt var við VÍS um hversu há þau ættu að vera. Útgerðin vildi sex milljónir en tryggingafélagið bauð í fyrstu 650 þúsund. Útgerðarfélagið sætti sig ekki við og höfðaði því mál.Startarinn bilaði og veðrið versnaði Þann 29. júlí á síðasta ári sigldi Hafsól út í Drangey með hóp ferðamanna í blíðskaparveðri. Við komuna í litla vík á eynni varð Viggó Jónsson, skipstjóri bátsins og faðir Helga Rafns, var við brunalykt. Í ljós kom að startari vélarinnar var bilaður og ekki var hægt að koma vélinni í gang. Feðgarnir starfrækja Drangeyjarferðir saman.Helgi Rafn, númer 14, í leik með Tindastól.vísir/daníelFékk skipstjórinn annan bát til þess að ferja ferðamennina í land ásamt Helga Rafni. Gerðar voru ráðstafanir til að fá nýjan startara. Um kvöldið var startarinn kominn til Sauðárkróks. Fékk Helgi Rafn Hans Björnsson á bátnum Kristínu SK-077 til þess að ferja sig út í eynna með startarann, ásamt tveimur viðgerðarmönnum. Þá hafði veður hins vegar farið versnandi og hvert ólagið á fætur öðrum, með brimsköflum, komið inn í víkina. Þá fékk Helgi Rafn þau skilaboð að Hafsól hefði losnað og veltist um í grjótinu við við Drangey. Hafði sjólag versnað töluvert. Hafði Viggó þá stokkið úr Hafsól þar sem hún lá á steinunum og við það lent í sjónum. Eyðilögðust báðir símar Viggós við þetta. Á meðan Helgi Rafn ræddi við lögreglumann á Sauðárkróki komu skipverjar um borð í Kristínu auga á Hafsól. Tókst Helga Rafni og félögum að koma taug á milli Hafsólar og Kristínar. Hafði Helgi Rafn í framhaldin samband við lögreglu og tjáði þeim að allir væru fundnir heilir á húfi. Báturinn var dreginn úr víkinni og komust viðgerðarmenn um borð til að gera við startarann. Báturinn var svo dreginn til hafnar á Sauðárkróki eftir nokkuð vesen og kominn í höfn rúmum tveimur klukkustundum eftir að hann fannst.Útgerðarfélagið taldi áhöfnina hafa lagt sig í stórhættu Útgerðarfélag Skagfirðinga, sem eigandi Kristínar, krafðist þess að fá greidd björgunarlaun vegna björgunarinnar, alls um sex milljóna króna. VÍS, tryggingarfélag Drangeyjarferða, greiddi að loknum nokkrum deilum 1,4 milljónir króna í björgunarlaun vegna málsins, án þess þó að samþykkja að málinu væri lokið.Taldi útgerðarfélagið að fyrir lægi að skipverjar á Kristínu hafi bjargað Hafsól frá altjóni, og áhöfn útgerðarinnar lagt sjálfa sig og bátinn í stórhættu við að að sigla inn í þrönga stórgrýtta vík svo bjarga mætti bátnum. Því ætti útgerðin rétt á björgunarlaunum sem félagið taldi að væri um sex milljónir króna að tilteknum ýmsum þáttum.Málsvörn Vís og Drangeyjarferða byggðist hins vegar á að björgunarlaunin væru þegar greidd þar sem útgerðin hafði fengið 1,4 milljónir króna. Þá væru ónógar upplýsingar fyrir hendi um sjó- og veðurlag, sem og hvar nákvæmlega báturinn hafi verið staddur í víkinni. Ómögulegt væri því að meta hvort hættan hafi verið meiri en almennt sé í sambærilegum málum. Þá hafi engin gögn verið lögð fram um útgjöld og tjón björgunarmanna. Björgunarmenn og búnaður í hættuÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé mat dómara að verulega hafi reynt á lagni og hæfni björgunarmanna þar sem aðstæður voru mjög slæmar vegna óveðurs og mikils öldugangs í víkinni. Björgunin hafi borist skjótt og tekist vel. Þannig hafi Hafsólinni verið bjargað frá altjóni sem orðið hefði ef björgunarmannanna hefði ekki notið við. Þá hafi með björguninni einnig verið komið í veg fyrir umhverfistjón á þessum stað en eyjan er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Því hafi, vegna veðurhamsins og öldugangsins, björgunarmenn lagt sig og búnað sinn í hættu með björgunaraðgerðinni. Horfa yrði þó til þess að björgunin tók ekki langan tíma. Þar sem siglingalög kveði á um að ákvarða þurfi björgunarlaun með það í huga að hvetja til björgunar mat dómurinn svo að hæfileg björgunarlaun væru 2,5 milljónir króna. Af þeim hefðu 1,4 milljónir króna þegar verið greiddar. Þá þurfa málsaðilar einnig að greiða útgerðarfélaginu 1,5 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenski körfuboltinn Skagafjörður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira