Mikilvægi sjálfboðastarfs Þorgeir Þorsteinsson skrifar 5. desember 2019 10:00 Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun