Reiknaðu út hvað þú greiðir í tekjuskatt á næsta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 06:30 Tekjuskattur lækkar á næstu tveimur árum samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi. Er lækkuninni sérstaklega beint að þeim sem eru um eða undir meðaltekjum. vísir/vilhelm Með nýsamþykktum lögum Alþingis um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda lækkar tekjuskattur í tveimur áföngum, annars vegar þann 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Á vef stjórnarráðsins geta einstaklingar reiknað út í þar til gerðri reiknivél hvernig skattbyrði þeirra breytist á næsta ári. Tekin eru dæmi úr reiknivélinni þar sem manneskja með 280 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir 69.792 krónum minna í tekjuskatt á ári. Tekjuskattur einstaklings með 370 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 124.620 krónur á ári og tekjuskattur þess sem er með 835 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 72 þúsund á ári.Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári. Þannig muni ráðstöfunartekjur heimilanna aukast um 21 milljarð á ári þegar lækkunin er að fullu komin fram. Á næsta ári munu skattgreiðslur fólks við fyrstu þrepamörkin lækka um 42 þúsund krónur. Samkvæmt vef stjórnarráðsins hefur þá verið tekið tillit til lækkunar persónuafsláttar sem beitt er í samspili við upptöku nýs lægsta þreps í skattkerfinu. Er þetta gert til þess að beina þunga lækkunarinnar til þeirra sem eru um eða undir meðaltekjum. „Auk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Tryggingagjaldsprósentan með markaðsgjaldinu og gjaldi í ábyrgðarsjóð launa hefur farið úr 7,59% 2014 í 6,60% 2019 og verður 2020 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja. Hæst var prósentan 8,65% árin 2010 og 2011,“ segir á vef stjórnarráðsins. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Með nýsamþykktum lögum Alþingis um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda lækkar tekjuskattur í tveimur áföngum, annars vegar þann 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Á vef stjórnarráðsins geta einstaklingar reiknað út í þar til gerðri reiknivél hvernig skattbyrði þeirra breytist á næsta ári. Tekin eru dæmi úr reiknivélinni þar sem manneskja með 280 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir 69.792 krónum minna í tekjuskatt á ári. Tekjuskattur einstaklings með 370 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 124.620 krónur á ári og tekjuskattur þess sem er með 835 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 72 þúsund á ári.Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári. Þannig muni ráðstöfunartekjur heimilanna aukast um 21 milljarð á ári þegar lækkunin er að fullu komin fram. Á næsta ári munu skattgreiðslur fólks við fyrstu þrepamörkin lækka um 42 þúsund krónur. Samkvæmt vef stjórnarráðsins hefur þá verið tekið tillit til lækkunar persónuafsláttar sem beitt er í samspili við upptöku nýs lægsta þreps í skattkerfinu. Er þetta gert til þess að beina þunga lækkunarinnar til þeirra sem eru um eða undir meðaltekjum. „Auk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Tryggingagjaldsprósentan með markaðsgjaldinu og gjaldi í ábyrgðarsjóð launa hefur farið úr 7,59% 2014 í 6,60% 2019 og verður 2020 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja. Hæst var prósentan 8,65% árin 2010 og 2011,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira