Martin talar um fyrirmyndarhlutverkið og alla sjónvarpsþættina í stóru viðtali á heimasíðu Euroleague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 08:30 Martin Hermannsson í leiknum á móti Panathinaikos þar sem hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Getty/Panagiotis Moschandreo Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik