Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 16:00 Haukur Þrastarson í leik með Selfossi á móti FH. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira