Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Frá Reykjanesbraut. Kaflinn milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurafleggjara bíður næstu fimm ár, samkvæmt samgönguáætlun. Vísir/vilhelm Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00