Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 08:45 Skíða- og útivistarmiðstöðin Arctic Park við Nuuk, samkvæmt teikningu arkitektastofunnar TNT Nuuk. Nýja flugvöllinn má sjá neðst til hægri Teikning/TNT Nuuk-arkitektar Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. Rekstrarfélag núverandi skíðasvæðis, Sisorarfiit, sem kostað er af bæjaryfirvöldum í Nuuk, stendur á bak við þróunarverkefnið, sem hlotið hefur nafnið Arctic Park. Svo vill til að núverandi skíðasvæði er í göngufæri við flugvöllinn og eru aðeins um 250 metrar frá flugstöðinni að skíðalyftunni. Nýja skíðamiðstöðin er hins vegar áformuð inn af svokölluðum Paradísardal, um fjóra kílómetra frá flugvellinum og um átta kílómetra frá miðbæ Nuuk, í fjallasal girtum fjórum fjallstindum með stórbrotnu útsýni yfir Godthåb-fjörð. Yfirlitsmyndin sýnir Paradísardal og skíðamiðstöðina fyrir miðju og nýja alþjóðaflugvöllinn til vinstri.Teikning/TNT Nuuk-arkitektar.Aðstandendur verkefnisins telja að gerð alþjóðaflugvallarins leggi grunninn að mikilli fjölgun ferðamanna til Nuuk. Arctic Park er hugsað sem skíða- og skautasvæði en einnig sem frístunda- og athafnagarður allt árið um kring. Þar verði hægt að skíða jafnt sumar sem vetur en jafnframt verði svæðið útvistarparadís fyrir göngufólk, fjallgöngumenn og fjallahjólafólk.Stólalyfturnar yrðu í notkun allt árið og myndu nýtast fjölbreyttri útivist, eins og fjallahjólamönnum. Tjaldsvæði til vinstri og orlofshús til hægri á þessari samsettu mynd.Dalbotninn er skjólsæll og í um tvöhundruð metra hæð, með veiðiá og veiðivatni og fögrum blómagróðri og berjalyngi á sumrin. Hæstu fjöll ná nærri áttahundruð metra hæð og eru efstu hlíðar snævi þaktar allt árið. Stólalyftur myndu flytja skíðamenn og fjallahjólamenn upp í hæstu fjöll en einnig gætu venjulegir ferðamenn nýtt lyfturnar til að komast á magnaða útsýnisstaði. Ferðafólki byðist að tjalda í dalbotninum. Einnig yrðu veitingastaðir og orlofsbústaðir á svæðinu.Á sumrin myndi svæðið einnig nýtast margskonar útivist og skíðamenn gætu komist í snævi þaktar brekkur í hæstu fjöllum umhverfis Paradísardal. Nýja fangelsið í Nuuk er milli dalsins og flugvallarins.Teikning/TNT Nuuk-arkitektar.Gert er ráð fyrir að svæðið verði byggt upp í fjórum áföngum. Kostnaður með þremur stólalyftum og öllum innviðum, þar á meðal húsbyggingum, er áætlaður um 320 milljónir danskra króna, eða sem nemur 5,8 milljörðum íslenskra króna.Svifvængjaflug er einnig sýnt sem dæmi um afþreyingu sem byðist ferðamönnum í Arctic Park.Teikning/TNT Nuuk-arkitektar.Upplýsingarnar og meðfylgjandi teikningar eru fengnar frá TNT Nuuk-arkitektum. Af frétt grænlenska fjölmiðilsins Sermitsiaq má ráða að framundan sé að afla málinu pólitísks stuðnings og umræður um fjármögnun virðast einnig á frumstigi. Í þætti Stöðvar 2 um Nuuk fyrir þremur árum voru meðal annars sýndar myndir frá núverandi skíðasvæði: Ferðalög Fréttir af flugi Grænland Hjólreiðar Norðurslóðir Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. Rekstrarfélag núverandi skíðasvæðis, Sisorarfiit, sem kostað er af bæjaryfirvöldum í Nuuk, stendur á bak við þróunarverkefnið, sem hlotið hefur nafnið Arctic Park. Svo vill til að núverandi skíðasvæði er í göngufæri við flugvöllinn og eru aðeins um 250 metrar frá flugstöðinni að skíðalyftunni. Nýja skíðamiðstöðin er hins vegar áformuð inn af svokölluðum Paradísardal, um fjóra kílómetra frá flugvellinum og um átta kílómetra frá miðbæ Nuuk, í fjallasal girtum fjórum fjallstindum með stórbrotnu útsýni yfir Godthåb-fjörð. Yfirlitsmyndin sýnir Paradísardal og skíðamiðstöðina fyrir miðju og nýja alþjóðaflugvöllinn til vinstri.Teikning/TNT Nuuk-arkitektar.Aðstandendur verkefnisins telja að gerð alþjóðaflugvallarins leggi grunninn að mikilli fjölgun ferðamanna til Nuuk. Arctic Park er hugsað sem skíða- og skautasvæði en einnig sem frístunda- og athafnagarður allt árið um kring. Þar verði hægt að skíða jafnt sumar sem vetur en jafnframt verði svæðið útvistarparadís fyrir göngufólk, fjallgöngumenn og fjallahjólafólk.Stólalyfturnar yrðu í notkun allt árið og myndu nýtast fjölbreyttri útivist, eins og fjallahjólamönnum. Tjaldsvæði til vinstri og orlofshús til hægri á þessari samsettu mynd.Dalbotninn er skjólsæll og í um tvöhundruð metra hæð, með veiðiá og veiðivatni og fögrum blómagróðri og berjalyngi á sumrin. Hæstu fjöll ná nærri áttahundruð metra hæð og eru efstu hlíðar snævi þaktar allt árið. Stólalyftur myndu flytja skíðamenn og fjallahjólamenn upp í hæstu fjöll en einnig gætu venjulegir ferðamenn nýtt lyfturnar til að komast á magnaða útsýnisstaði. Ferðafólki byðist að tjalda í dalbotninum. Einnig yrðu veitingastaðir og orlofsbústaðir á svæðinu.Á sumrin myndi svæðið einnig nýtast margskonar útivist og skíðamenn gætu komist í snævi þaktar brekkur í hæstu fjöllum umhverfis Paradísardal. Nýja fangelsið í Nuuk er milli dalsins og flugvallarins.Teikning/TNT Nuuk-arkitektar.Gert er ráð fyrir að svæðið verði byggt upp í fjórum áföngum. Kostnaður með þremur stólalyftum og öllum innviðum, þar á meðal húsbyggingum, er áætlaður um 320 milljónir danskra króna, eða sem nemur 5,8 milljörðum íslenskra króna.Svifvængjaflug er einnig sýnt sem dæmi um afþreyingu sem byðist ferðamönnum í Arctic Park.Teikning/TNT Nuuk-arkitektar.Upplýsingarnar og meðfylgjandi teikningar eru fengnar frá TNT Nuuk-arkitektum. Af frétt grænlenska fjölmiðilsins Sermitsiaq má ráða að framundan sé að afla málinu pólitísks stuðnings og umræður um fjármögnun virðast einnig á frumstigi. Í þætti Stöðvar 2 um Nuuk fyrir þremur árum voru meðal annars sýndar myndir frá núverandi skíðasvæði:
Ferðalög Fréttir af flugi Grænland Hjólreiðar Norðurslóðir Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40