Leyfum flugvelli að blómstra á nýjum stað Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. skrifar 17. desember 2019 18:00 Það er stefna Viðreisnar að finna miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu nýjan stað. Það er því gleðilegt samkomulag sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag, sem felur í sér rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og er vonandi fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllinn. Í stað flugvallar getum við stefnt að þéttri og góðri byggð í Vatnsmýrinni sem gerir stórum hópi Reykvíkinga kleift að búa nær stærstu vinnustöðum borgarinnar. Uppbygging íbúða, verslunar og þjónustu í Vatnsmýri er afar mikilvæg fyrir borgarþróun, eins og við sjáum hana þróast allt í kring um okkur. Þarna mun rísa nýtt hverfi, sem mun gjörbreyta borginni. Vatnsmýrin er mjög dýrmætt byggingarland, ekki bara vegna þeirra lóða sem losna heldur einnig vegna þess hvað þétting byggðar mun spara íbúum tíma og peninga. Það þýðir að ferðatími þessa hóps verður mun styttri en ef ráðist yrði í uppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins og borgin teygð. Að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni er eitt stærsta hagsmunamál Reykjavíkur og Reykvíkinga sem við stöndum frammi fyrir. Flugvöllurinn tryggður, á meðan unnið er að könnun og uppbyggingu Hvassahrauns Samkomulagið sem við vorum að samþykkja felur í sér að bæði ríki og borg eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur og með fyrirvara um fjármögnun. Á næstu tveimur árum verður farið í veðurfarsrannsóknir, sem styðja við þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar. Reynist þær jákvæðar, líkt og allt útlit er fyrir, verði unnið skipulag, umhverfismat og frumhönnun flugvallar í Hvassahrauni.Borgarstjóri, sagði við undirritun samkomulagsins að hann bindi miklar vonir við að ekki verði fleiri nefndir um flugvallarmálið. Undir það vil ég taka, ég vona svo sannarlega að nú séum við komin á þann stað að við sjáum til lands. Það má ekki gerast að flutningur innanlandsflugs verði tafið með enn einni nefndinni þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir. Eins og Icelandair segir í viðauka skýrslunnar “Þetta má ekki verða enn ein skýrslan sem engu skilar um þennan mikilvæga málaflokk”. Slíkt yrði bara sóun á fjármunum og tíma. Nú hafa tvær nefndir sagt Hvassahraun vera vænlegasta kostinn og ganga þarf þann veg til enda.Í meirihlutasáttmála tókum við skýrt fram að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt meðan unnið væri að nýjum flugvelli í nágrenni borgarinnar. Við þetta höfum við staðið í okkar málflutningi og í okkar verkum. Í þessu samkomulagi við ríkið felst vilji Reykjavíkurborgar til að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur yfir. Mikilvægt er að hafa í hug að rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri hefur ekki verið tryggður umfram það. Og enn er í gildi samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra um að ráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi veðri fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar.Á móti kemur traust okkar til þess að Ríkið muni standa við sitt, reynist niðurstöður rannsóknanna jákvæðar, með samningum um útfærslu og nánari tímasetningu þess að flugvöllurinn verði fluttur.Ef það reynist ekki veðurfarslega hagkvæmt að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun, þvert á væntingar allra, þarf að taka upp viðræður að nýju.Það þarf engum að dyljast að Viðreisn telur að þær viðræður eigi ekki snúast um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni Flugvöllur krefst þess að horft sé til næstu aldar í borgarþróun Við hér í meirihlutanum getum verið sammála um að ferlið mætti ganga hraðar fyrir sig og við myndum vilja betur sjá í land með flutning vallarins. En við skiljum líka vel að þarf að vanda til verka þegar tekið er til við jafn viðamikla og dýra uppbyggingu og á nýjum flugvelli. Slíkt hefur ekki alltaf verið. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni var byggður án mikilla eða nákvæmra veðurfarsathugana þegar Bretar ákváðu að þar skyldi hann vera, eftir stutta reynslu Flugfélags Íslands í að lenda á túnum Eggerts Briem fyrir 100 árum, eins og fram kom í fróðlegri úttekt Vesturbæjarblaðsins nú í sumar. Þegar flugvallarmál komu aftur upp 1938, taldi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins það fráleitt að staðsetja flugvöll í hjarta bæjarins, enda væri algild regla að byggja flugvelli utan við eða alllangt frá byggðum svæðum. Telja líklega margir nú að þar hefði betur verið hlustað á Guðmund Ásbjörnsson, þó hann hefði mátt vera enn frekar stórhuga í fjarlægðum. Þar til Bretar hófu, án samráðs við ríki eða borg, eins og mótmæli Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors bera með sér, að byggja upp flugvöll á núverandi stað, hafði borgin til að mynda verið að skoða Kringlumýrina undir þessa starfsemi. Þessi litla söguskýring sýnir okkur að við verðum að horfa langt inn í framtíðina, hið minnsta á 50-100 ár, þegar varaflugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið er þróaður. Engir uppbyggingamöguleikar í Vatnsmýrinni Ekki er hægt að horfa fram hjá því, að nú þegar er farið að þrengjast að flugvellinum í Vatnsmýrinni. Uppbyggingarmöguleika hans eru engir. Uppbygging á Hlíðarenda er hafin. Hinum megin við flugvöllinn, í Skerjafirði, stendur yfir gerð deiluskipulags 1. áfanga, sem felur í sér byggingu 500-1.000 íbúða, auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis.Rými í kringum Reykjavíkurflugvöll er af skornum skammti - því að þarna vill fólk búa og við erum jú, alltaf fyrst og fremst að hugsa um fólk. Því er mjög takmarkað rými fyrir uppbyggingu vallarins til að efla t.d. einka- og kennsluflug á svæðinu.Það eru líka hagsmunir flugsins að finna innanlandsflugi, einkaflugi og kennsluflugiheppilegri stað til uppbyggingar en hægt er að bjóða uppá í Vatnsmýrinni.Í skýrslunni um flugvallarkosti á SV horninu sem kom út í nóvember kemur fram að flugvöllum er hægt að loka af öðrum ástæðum en vegna veðurs. Það gæti t.d. gerst ef flugvél keyrir út af braut eða ef eldur kviknar í vél. Við þær aðstæður gæti komið sér vel að hafa hæfilega flugbraut hérna á suðvestur horninu til að lenda á. Slíkt er ekki fyrir hendi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.Við vitum öll að til þess að hann geti orðið heppilegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll þarf að lengja flugbrautir út í Skerjafjörð eða yfir Hringbrautina. Hvorugt er mjög líklegt til að verða að veruleika. Vonandi næst sátt um framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni Hugsa þarf uppbyggingu flugvallar til langs tíma og að flugvöllur mun þurfa pláss í kringum sig til að vaxa. Það pláss er ekki til staðar í Vatnsmýrinni. Hvassahraun, samkvæmt okkar helstu sérfræðingum, lítur hins vegar vel út. Tiltölulega nálægt höfuðborgarsvæðinu en líka nær Keflavíkurflugvelli fyrir þá sem eru að fljúga úr landi.Hraunið, sem kennt er við hvassar brúnir en ekki hvassviðri, lítur út fyrir að vera gott flugvallarstæði og vonandi verðum við komin með vissu um það eftir tvö ár.Þá á bara eftir að fara í mat á umhverfisáhrifum, undirbúa og hanna, og loks framkvæma, þar til draumurinn um nýjan flugvöll rætist loks.Vonandi verður þetta samkomulag til þess að sátt muni nást um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Það er stefna Viðreisnar að finna miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu nýjan stað. Það er því gleðilegt samkomulag sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag, sem felur í sér rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og er vonandi fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllinn. Í stað flugvallar getum við stefnt að þéttri og góðri byggð í Vatnsmýrinni sem gerir stórum hópi Reykvíkinga kleift að búa nær stærstu vinnustöðum borgarinnar. Uppbygging íbúða, verslunar og þjónustu í Vatnsmýri er afar mikilvæg fyrir borgarþróun, eins og við sjáum hana þróast allt í kring um okkur. Þarna mun rísa nýtt hverfi, sem mun gjörbreyta borginni. Vatnsmýrin er mjög dýrmætt byggingarland, ekki bara vegna þeirra lóða sem losna heldur einnig vegna þess hvað þétting byggðar mun spara íbúum tíma og peninga. Það þýðir að ferðatími þessa hóps verður mun styttri en ef ráðist yrði í uppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins og borgin teygð. Að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni er eitt stærsta hagsmunamál Reykjavíkur og Reykvíkinga sem við stöndum frammi fyrir. Flugvöllurinn tryggður, á meðan unnið er að könnun og uppbyggingu Hvassahrauns Samkomulagið sem við vorum að samþykkja felur í sér að bæði ríki og borg eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur og með fyrirvara um fjármögnun. Á næstu tveimur árum verður farið í veðurfarsrannsóknir, sem styðja við þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar. Reynist þær jákvæðar, líkt og allt útlit er fyrir, verði unnið skipulag, umhverfismat og frumhönnun flugvallar í Hvassahrauni.Borgarstjóri, sagði við undirritun samkomulagsins að hann bindi miklar vonir við að ekki verði fleiri nefndir um flugvallarmálið. Undir það vil ég taka, ég vona svo sannarlega að nú séum við komin á þann stað að við sjáum til lands. Það má ekki gerast að flutningur innanlandsflugs verði tafið með enn einni nefndinni þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir. Eins og Icelandair segir í viðauka skýrslunnar “Þetta má ekki verða enn ein skýrslan sem engu skilar um þennan mikilvæga málaflokk”. Slíkt yrði bara sóun á fjármunum og tíma. Nú hafa tvær nefndir sagt Hvassahraun vera vænlegasta kostinn og ganga þarf þann veg til enda.Í meirihlutasáttmála tókum við skýrt fram að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt meðan unnið væri að nýjum flugvelli í nágrenni borgarinnar. Við þetta höfum við staðið í okkar málflutningi og í okkar verkum. Í þessu samkomulagi við ríkið felst vilji Reykjavíkurborgar til að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur yfir. Mikilvægt er að hafa í hug að rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri hefur ekki verið tryggður umfram það. Og enn er í gildi samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra um að ráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi veðri fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar.Á móti kemur traust okkar til þess að Ríkið muni standa við sitt, reynist niðurstöður rannsóknanna jákvæðar, með samningum um útfærslu og nánari tímasetningu þess að flugvöllurinn verði fluttur.Ef það reynist ekki veðurfarslega hagkvæmt að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun, þvert á væntingar allra, þarf að taka upp viðræður að nýju.Það þarf engum að dyljast að Viðreisn telur að þær viðræður eigi ekki snúast um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni Flugvöllur krefst þess að horft sé til næstu aldar í borgarþróun Við hér í meirihlutanum getum verið sammála um að ferlið mætti ganga hraðar fyrir sig og við myndum vilja betur sjá í land með flutning vallarins. En við skiljum líka vel að þarf að vanda til verka þegar tekið er til við jafn viðamikla og dýra uppbyggingu og á nýjum flugvelli. Slíkt hefur ekki alltaf verið. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni var byggður án mikilla eða nákvæmra veðurfarsathugana þegar Bretar ákváðu að þar skyldi hann vera, eftir stutta reynslu Flugfélags Íslands í að lenda á túnum Eggerts Briem fyrir 100 árum, eins og fram kom í fróðlegri úttekt Vesturbæjarblaðsins nú í sumar. Þegar flugvallarmál komu aftur upp 1938, taldi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins það fráleitt að staðsetja flugvöll í hjarta bæjarins, enda væri algild regla að byggja flugvelli utan við eða alllangt frá byggðum svæðum. Telja líklega margir nú að þar hefði betur verið hlustað á Guðmund Ásbjörnsson, þó hann hefði mátt vera enn frekar stórhuga í fjarlægðum. Þar til Bretar hófu, án samráðs við ríki eða borg, eins og mótmæli Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors bera með sér, að byggja upp flugvöll á núverandi stað, hafði borgin til að mynda verið að skoða Kringlumýrina undir þessa starfsemi. Þessi litla söguskýring sýnir okkur að við verðum að horfa langt inn í framtíðina, hið minnsta á 50-100 ár, þegar varaflugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið er þróaður. Engir uppbyggingamöguleikar í Vatnsmýrinni Ekki er hægt að horfa fram hjá því, að nú þegar er farið að þrengjast að flugvellinum í Vatnsmýrinni. Uppbyggingarmöguleika hans eru engir. Uppbygging á Hlíðarenda er hafin. Hinum megin við flugvöllinn, í Skerjafirði, stendur yfir gerð deiluskipulags 1. áfanga, sem felur í sér byggingu 500-1.000 íbúða, auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis.Rými í kringum Reykjavíkurflugvöll er af skornum skammti - því að þarna vill fólk búa og við erum jú, alltaf fyrst og fremst að hugsa um fólk. Því er mjög takmarkað rými fyrir uppbyggingu vallarins til að efla t.d. einka- og kennsluflug á svæðinu.Það eru líka hagsmunir flugsins að finna innanlandsflugi, einkaflugi og kennsluflugiheppilegri stað til uppbyggingar en hægt er að bjóða uppá í Vatnsmýrinni.Í skýrslunni um flugvallarkosti á SV horninu sem kom út í nóvember kemur fram að flugvöllum er hægt að loka af öðrum ástæðum en vegna veðurs. Það gæti t.d. gerst ef flugvél keyrir út af braut eða ef eldur kviknar í vél. Við þær aðstæður gæti komið sér vel að hafa hæfilega flugbraut hérna á suðvestur horninu til að lenda á. Slíkt er ekki fyrir hendi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.Við vitum öll að til þess að hann geti orðið heppilegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll þarf að lengja flugbrautir út í Skerjafjörð eða yfir Hringbrautina. Hvorugt er mjög líklegt til að verða að veruleika. Vonandi næst sátt um framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni Hugsa þarf uppbyggingu flugvallar til langs tíma og að flugvöllur mun þurfa pláss í kringum sig til að vaxa. Það pláss er ekki til staðar í Vatnsmýrinni. Hvassahraun, samkvæmt okkar helstu sérfræðingum, lítur hins vegar vel út. Tiltölulega nálægt höfuðborgarsvæðinu en líka nær Keflavíkurflugvelli fyrir þá sem eru að fljúga úr landi.Hraunið, sem kennt er við hvassar brúnir en ekki hvassviðri, lítur út fyrir að vera gott flugvallarstæði og vonandi verðum við komin með vissu um það eftir tvö ár.Þá á bara eftir að fara í mat á umhverfisáhrifum, undirbúa og hanna, og loks framkvæma, þar til draumurinn um nýjan flugvöll rætist loks.Vonandi verður þetta samkomulag til þess að sátt muni nást um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar