Hafið þið einhver áhrif? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. desember 2019 07:00 Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun