Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 14:02 Jólaþorpið í Hafnarfirði er viðkomustaður margra í desember. Nú verður breyting á dagskrá hestvagnaferða. Hafnarfjarðarbær Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“ Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“
Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira