Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:05 Nokkrir eru látnir eftir skotárás í Jersey borg. epa/ JUSTIN LANE Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53. Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53.
Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira