Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 23:00 Guðni Gíslason, útgefandi Fjarðarfrétta. Vísir/ Baldur Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“ Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira