Arsenal kastaði frá sér sigrinum gegn Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2019 15:45 Abraham skoraði sigurmark Chelsea. Vísir/Getty Chelsea vann 1-2 endurkomusigur á Arsenal á Emirates í dag. Mörk Chelsea komu á fjögurra mínútna kafla undir lok leiksins. Þetta var annar leikur Arsenal undir stjórn Mikels Arteta. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr þeim. Arsenal hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð sem hefur ekki gerst í 60 ár. Arsenal var mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 1-0. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eftir hornspyrnu á 13. mínútu. Chelsea sótti í sig veðrið í seinni hálfleik. Á 83. mínútu jafnaði Jorginho með skoti af stuttu færi eftir að Bernd Leno, markvörður Arsenal, greip í tómt. Jorginho var heppinn að vera inni á vellinum því skömmu áður en hann skoraði átti hann að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Matteo Guendouzi. Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Tammy Abraham sigurmark Chelsea eftir vel útfærða skyndisókn. Chelsea er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal í því tólfta. Enski boltinn
Chelsea vann 1-2 endurkomusigur á Arsenal á Emirates í dag. Mörk Chelsea komu á fjögurra mínútna kafla undir lok leiksins. Þetta var annar leikur Arsenal undir stjórn Mikels Arteta. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr þeim. Arsenal hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð sem hefur ekki gerst í 60 ár. Arsenal var mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 1-0. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eftir hornspyrnu á 13. mínútu. Chelsea sótti í sig veðrið í seinni hálfleik. Á 83. mínútu jafnaði Jorginho með skoti af stuttu færi eftir að Bernd Leno, markvörður Arsenal, greip í tómt. Jorginho var heppinn að vera inni á vellinum því skömmu áður en hann skoraði átti hann að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Matteo Guendouzi. Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Tammy Abraham sigurmark Chelsea eftir vel útfærða skyndisókn. Chelsea er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal í því tólfta.