Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 13:39 Volodýmýr Zelenskíj og Donald Trump þegar þeir hittust í kringum allherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. AP/Evan Vucci. Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45