Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2019 23:15 Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín. Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín.
Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira