Segir bæjarráð Seltjarnarness endurskoða ákvörðun um heimgreiðslur í ljósi fjölda ábendinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:28 Fimmtíu og þrír íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna í bænum, hafa undirritað bréf sem stílað er á bæjarstjóra og alla aðal- og varamenn í bæjarstjórn þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að endurskoða niðurfellingu á heimgreiðslu. Vísir/Stöð 2 Fimmtíu og þrír íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna í bænum, hafa undirritað bréf sem stílað er á bæjarstjóra og alla aðal- og varamenn í bæjarstjórn þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að endurskoða niðurfellingu á heimgreiðslu. Móðir sem er í fæðingarorlofi segir að foreldrar með nýfædd börn séu ekki breiðu bökin í samfélaginu. Bæjarstjóri hyggst endurskoða ákvörðunina í ljósi óánægju foreldranna. Sjá nánar: Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á SeltjarnarnesiFréttastofa greindi frá því í gær að foreldrum barna sem bíða daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börn sín hefði í vikunni borist bréf þar sem þeim var tilkynnt um að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldra. Þar kom fram að greiðslur til foreldra verði fastsettar við 35.000 krónur fyrir hvert barn og lækki því umtalsvert. Í bréfi frá hópi foreldra á Seltjarnarnesi segir að ráðstafanir bæjaryfirvalda komi sér vægast sagt afar illa, annars vegar fyrir þann hóp foreldra sem eiga börn sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskólum bæjarins eða dagforeldrum og hins vegar þann hóp foreldra sem eiga börn í daggæslu í heimahúsi. Það skjóti skökku við að þessi hópur sé nú einn sviptur þessum stuðningi. Í bréfinu segir að niðurfellingin sé foreldrunum mikið áfall. Það geti ekki talist boðleg málsmeðferð að tilkynna um niðurfellingu með rúmlega hálfs mánaðar fyrirvara. Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðunina. Tæplega fimmtíu íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna, skora á bæjaryfirvöld að endurhugsa ákvörðun um niðurfellingu á heimgreiðslu.Vísir/Stöð 2 Þórhildur Ólafsdóttir, móðir í fæðingarorlofi, er ein þeirra sem ritar nafn sitt við áskorunina. Hún segir niðurfellinguna koma afar illa niður á þessum hópi íbúa. „Ég held að allir sem hafa verið í fæðingarorlofi þekki það að hver króna skiptir máli, rétt á meðan þessu tímabili stendur. Margir sem eru í þessari stöðu gerðu bara einfaldlega ráð fyrir þessu þegar þeir voru að reikna sig áfram. Fjölskyldur kunna, jú, að sýna ráðdeild í rekstri margar hverjar og eru með plön hvernig þær ætla að klára dæmið þar til barnið kemst inn á leikskóla. Ég er í þeirri stöðu sjálf […] Þetta bara er erfitt fyrir okkur,“ segir Þórhildur. Ákvörðunin er liðu í niðurskurðaraðgerðum bæjaryfirvalda. Þórhildur kveðst ósammála þessari forgangsröðun. Þér finnst ekki rétt að niðurskurðarhnífurinn eigi að byrja þarna? „Ég hef fullan skilning á því að það þurfi að skera niður. Mér finnst hins vegar að skoða eigi hvar þessum niðurskurðarhnífi aldræmda er beitt. Fólk í fæðingarorlofi er ekki breiðustu bökin hér á Seltjarnarnesi. Svo er það líka ofsalega lúalegt að gera þetta með svona svakalega stuttum fyrirvara,“ segir Þórhildur. Ásgerði Halldórsdóttiu, bæjarstjóra Seltjarnarness, barst bréf foreldranna örfáum mínútum áður en fréttastofa náði tali af henni. Hún segir að aðgerðin sé liður í að endurskoða þá þjónustuþætti á Seltjarnarnesi sem ekki eru lögboðnir. „Í ljósi nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem var verið að samþykkja á Alþingi nú í vikunni og ábendingum frá foreldrum ætlum við að skoða þetta að nýju. Það eru þrettán foreldrar sem hafa verið að fá greiddar heimgreiðslur frá okkur og ég veit ekki betur en að við séum eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið að greiða þær.“ Hún segir að bæjarráð muni í framhaldinu skoða þjónustuna að nýju, og hvort taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem hafa komið fram.Nú hafa foreldrar kvartað yfir því að þetta hafi verið of stuttur fyrirvari.„Ég get alveg tekið undir það en þannig er það nú bara þegar fjárhægsáætlun er, vinnan er allt haustið, svo er hún samþykkt í síðari umræðu sem var núna 11. desember og í framhaldi af því var sent bréf til foreldra og ég get alveg tekið undir það að það hefði mátt gefa aðeins lengri frest,“ segir Ásgerður. Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. 19. desember 2019 15:27 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Fimmtíu og þrír íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna í bænum, hafa undirritað bréf sem stílað er á bæjarstjóra og alla aðal- og varamenn í bæjarstjórn þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að endurskoða niðurfellingu á heimgreiðslu. Móðir sem er í fæðingarorlofi segir að foreldrar með nýfædd börn séu ekki breiðu bökin í samfélaginu. Bæjarstjóri hyggst endurskoða ákvörðunina í ljósi óánægju foreldranna. Sjá nánar: Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á SeltjarnarnesiFréttastofa greindi frá því í gær að foreldrum barna sem bíða daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börn sín hefði í vikunni borist bréf þar sem þeim var tilkynnt um að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldra. Þar kom fram að greiðslur til foreldra verði fastsettar við 35.000 krónur fyrir hvert barn og lækki því umtalsvert. Í bréfi frá hópi foreldra á Seltjarnarnesi segir að ráðstafanir bæjaryfirvalda komi sér vægast sagt afar illa, annars vegar fyrir þann hóp foreldra sem eiga börn sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskólum bæjarins eða dagforeldrum og hins vegar þann hóp foreldra sem eiga börn í daggæslu í heimahúsi. Það skjóti skökku við að þessi hópur sé nú einn sviptur þessum stuðningi. Í bréfinu segir að niðurfellingin sé foreldrunum mikið áfall. Það geti ekki talist boðleg málsmeðferð að tilkynna um niðurfellingu með rúmlega hálfs mánaðar fyrirvara. Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðunina. Tæplega fimmtíu íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna, skora á bæjaryfirvöld að endurhugsa ákvörðun um niðurfellingu á heimgreiðslu.Vísir/Stöð 2 Þórhildur Ólafsdóttir, móðir í fæðingarorlofi, er ein þeirra sem ritar nafn sitt við áskorunina. Hún segir niðurfellinguna koma afar illa niður á þessum hópi íbúa. „Ég held að allir sem hafa verið í fæðingarorlofi þekki það að hver króna skiptir máli, rétt á meðan þessu tímabili stendur. Margir sem eru í þessari stöðu gerðu bara einfaldlega ráð fyrir þessu þegar þeir voru að reikna sig áfram. Fjölskyldur kunna, jú, að sýna ráðdeild í rekstri margar hverjar og eru með plön hvernig þær ætla að klára dæmið þar til barnið kemst inn á leikskóla. Ég er í þeirri stöðu sjálf […] Þetta bara er erfitt fyrir okkur,“ segir Þórhildur. Ákvörðunin er liðu í niðurskurðaraðgerðum bæjaryfirvalda. Þórhildur kveðst ósammála þessari forgangsröðun. Þér finnst ekki rétt að niðurskurðarhnífurinn eigi að byrja þarna? „Ég hef fullan skilning á því að það þurfi að skera niður. Mér finnst hins vegar að skoða eigi hvar þessum niðurskurðarhnífi aldræmda er beitt. Fólk í fæðingarorlofi er ekki breiðustu bökin hér á Seltjarnarnesi. Svo er það líka ofsalega lúalegt að gera þetta með svona svakalega stuttum fyrirvara,“ segir Þórhildur. Ásgerði Halldórsdóttiu, bæjarstjóra Seltjarnarness, barst bréf foreldranna örfáum mínútum áður en fréttastofa náði tali af henni. Hún segir að aðgerðin sé liður í að endurskoða þá þjónustuþætti á Seltjarnarnesi sem ekki eru lögboðnir. „Í ljósi nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem var verið að samþykkja á Alþingi nú í vikunni og ábendingum frá foreldrum ætlum við að skoða þetta að nýju. Það eru þrettán foreldrar sem hafa verið að fá greiddar heimgreiðslur frá okkur og ég veit ekki betur en að við séum eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið að greiða þær.“ Hún segir að bæjarráð muni í framhaldinu skoða þjónustuna að nýju, og hvort taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem hafa komið fram.Nú hafa foreldrar kvartað yfir því að þetta hafi verið of stuttur fyrirvari.„Ég get alveg tekið undir það en þannig er það nú bara þegar fjárhægsáætlun er, vinnan er allt haustið, svo er hún samþykkt í síðari umræðu sem var núna 11. desember og í framhaldi af því var sent bréf til foreldra og ég get alveg tekið undir það að það hefði mátt gefa aðeins lengri frest,“ segir Ásgerður.
Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. 19. desember 2019 15:27 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. 19. desember 2019 15:27