Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2019 20:00 Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir. Áramót Flugeldar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir.
Áramót Flugeldar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira