Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2019 20:00 Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir. Áramót Flugeldar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir.
Áramót Flugeldar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira