Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 13:25 Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, (t.h.) er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að framfylgja vilja Trump um að frysta aðstoðina. Hann hafi hins vegar vikað af fundum Trump og Giuliani með vísan í trúnaðarsamband þeirra sem lögmanns og skjólstæðings. Vísir/EPA Þrír æðstu yfirmenn þjóðaröryggismála í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyndu að sannfæra hann um að heimila afgreiðslu hernaðaraðstoðar sem hann stöðvaði í sumar en án árangurs. Ákvörðun Trump um að frysta aðstoðina á sama tíma og lögmaður hans þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að gera forsetanum persónulegan greiða olli uppnámi og klofningi innan stjórnarinnar. Greint er frá fundi sem Mark T. Esper, varnarmálaráðherra, Mike Pompeo, utanríkisráðherra og John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi, áttu með Trump í Hvíta húsinu seint í ágúst í ítarlegri umfjöllun New York Times um atburðina sem urðu til þess að Trump varð þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem var kærður fyrir embættisbrot fyrr í þessum mánuði. Hún byggir á skjölum úr rannsókn þingsins, tölvupóstum og viðtölum við núverandi og fyrrverandi embættismenn Hvíta hússins auk aðstoðarmanna þingmanna. Trump krafðist þess fyrst að tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu yrði fryst um miðjan júní. Embættismenn töldu þá að einhver hefði sýnt Trump frétt í hægriblaðinu Washington Examiner um hernaðaraðstoðina við Úkraínu. Forsetinn hafði þá lengi aðhyllst stoðlausa samsæriskenningu um að það hafi verið Úkraínu, en ekki Rússland, sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, þvert á álit leyniþjónustu Bandaríkjanna. Töldu andúðina á aðstoðinni vegna fréttar í hægriblaði Í framhaldinu reyndu embættismenn Hvíta hússins og fjárlagaskrifstofu þess að finna leiðir til að verða við kröfu Trump án þess að brjóta lög. Bandaríkjaþing hafði samþykkt fjárútlátin til Úkraínu og bar Hvíta húsinu skylda til að afgreiða aðstoðina. Lögfræðingar Hvíta hússins ákváðu þó snemma að ekki þyrfti að afgreiða aðstoðina fyrr en í september en þá lýkur fjárlagaári bandarísku alríkisstjórnarinnar. Markmiðið virðist hafa verið að framfylgja skipun forsetans en nýta tímann til þess að fá hann af skoðun sinni áður en fjárveitingarnar rynnu út á tíma. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að koma skilaboðum Trump um að frysta aðstoðina áleiðis til embættismanna sem þurftu að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna þess. Hann á þó að hafa yfirgefið herbergið þegar Trump ræddi við Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, þar sem að samtöl þeirra væru varin trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Giuliani stýrði skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að fallast á rannsóknir Joe Biden, mögulegum mótherja Trump í kosningum næsta árs, og samsæriskenningunni um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. New York Times segir að embættismenn Hvíta hússins haldi því fram að þeir hafi ekki vitað af þeirri þrýstingsherferð á þeim tíma sem þeir unnu að því að halda hernaðaraðstoðinni eftir eða þá að þeir hafi ekki tengt það tvennt saman. Trump er sakaður um að hafa haldið hernaðaraðstoðinni eftir til þess að knýja Úkraínumenn til að fallast á rannsóknirnar sem hann krafðist og hefðu gagnast honum persónulega. William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Hann mun láta af störfum í byrjun árs. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt að Pompeo utanríkisráðherra hafi ekki viljað þurfa að sjást með honum opinberlega í heimsókn í janúar.AP/Andrew Harnik Forviða yfir ákvörðuninni Embættismenn í þjóðaröryggisráðinu, varnarmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu eru sagðir hafa verið forviða yfir því að Trump hefði látið frysta aðstoðina. Engin ástæða var gefin og þá tilkynnti Hvíta húsið hvorki þinginu né úkraínskum stjórnvöldum um að það hefði ákveðið að stöðva afgreiðsluna. Engin opinber yfirlýsing var gefin út um ákvörðunina heldur. Olli þetta togstreitu á milli fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytisins en það síðarnefndu gekk á eftir því að aðstoðin yrði greidd út. Áður en yfir lauk hættu tveir starfsmenn fjárlagaskrifstofunnar vegna þess að aðstoðin var fryst og sá þriðji var settur í önnur verkefni. Það var ekki fyrr en um mánuði eftir að Trump vildi fyrst að aðstoðin yrði fryst sem aðrir en þeir embættismenn sem sáu um að framfylgja skipuninni fengu pata af því. Þeirra á meðal var William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem bar síðar vitni í rannsókn þingsins. „Ég og aðrir sem tóku þátt í símtalinu sátum í forundran. Á augnabliki varð mér ljóst að ein af grunnstoðum sterks stuðnings okkar við Úkraínu væri í hættu,“ sagði Taylor um það þegar embættismaður fjárlagaskrifstofunnar sagði honum og öðrum frá því að aðstoðin hefði verið stöðvuð. Taylor víkur sem starfandi sendiherra í byrjun nýs árs. Þetta gerðist viku fyrir símtalið örlagaríka á milli Trump og Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu 25. júlí. Í því gekk Trump ítrekað eftir rannsókn á Biden og samsæriskenningunni. Það mátti meðal annars lesa úr minnisblaði um símtalið sem Hvíta húsið birti sjálft í haust. Trump hefur engu að síður haldið fram statt og stöðugt að símtalið hafi verið „fullkomið“. Beint í kjölfar símtalsins skrifaði Michael Duffey, pólitískt skipaður embættismaður fjárlagaskrifstofunnar, varnarmálaráðuneytinu bréf þar sem hann skipaði því að afgreiða ekki aðstoðina. „Í ljósi þess hversu viðkvæm beiðnin er kynni ég að meta að þeir sem þurfa að vita til að framkvæma stefnuna fari varlega með upplýsingarnar,“ sagði Duffey í póstinum sem er sagður hafa valdið titringi innan varnarmálaráðuneytisins. Bolton og Trump þegar allt lék í lyndi. Lögmaður Trump hefur ýjað að því að hann hafi upplýsingar sem hafa ekki áður komið fram um þrýsingsherferð Trump og Giuliani í Úkraínu.Vísir/Getty Hlustaði ekki á ráðherra og ráðgjafa sinn Undir lok ágúst varð það opinbert að Hvíta húsið hefði stöðvað aðstoðina með frétt Politico 28. ágúst. Leiðtogar þjóðaröryggisráðsins lögðu að Trump að snúa ákvörðun sinni við. Þannig segir New York Times að Pompeo, Esper og Bolton hafi reynt að tala um fyrir forsetanum og sannfæra hann um að það væru hagsmunir Bandaríkjanna að afgreiða aðstoðina. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. „Úkraína er spillt land. Við erum að pissa frá okkur peningum,“ á Trump að hafa sagt þeim. Lögfræðingar Hvíta hússins undirbjuggu lagarök um að sem æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna gæti Trump farið gegn vilja þingsins um fjárveitinguna til Úkraínu. Bolton þjóðaröryggisráðgjafi eru sagður hafa verið alfarið andvígur þeim rökum. Hann lét af störfum í september eftir að samband þeirra Trump hafði farið versnandi um langa hríð. Bolton hefur ýjað að því síðan að hann hafi nýjar upplýsingar sem hefðu þýðingu fyrir rannsókn þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump en hefur ekki viljað bera vitni sjálfviljugur nema að fá úrskurð dómstóla um hvort honum sé það skylt. Það var ekki fyrr en í september þegar tveir áhrifamiklir þingmenn Repúblikanaflokksins höfðu ítrekað gengið á eftir því að aðstoðin yrði afgreidd sem hreyfing komst á málið aftur. Þá hafði forsetanum verið tjáð að leyniþjónustumaður hefði lagt fram formlega uppljóstrarakvörtun vegna þrýstingsherferðarinnar gegn úkraínskum stjórnvöldum. Trump heimilaði loks að aðstoðin yrði afgreidd nokkrum dögum eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagst ætla að rannsaka hvers vegna hún hefði verið fryst. Eftir að upplýst var um kvörtun uppljóstrarans sem Hvíta húsið reyndi í fyrstu að koma í veg fyrir að þingið fengið vitneskju um hófst Úkraínuhneyksli Trump fyrst af alvöru. Meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni tilkynnti um formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump vegna þrýstingsins á Úkraínu 24. september. Fulltrúadeildin samþykkti tvær kærur á hendur Trump 18. desember. Önnur þeirra sakar forsetann um að hafa misnotað vald sitt með samskiptum hans við Úkraínu en hin fjallar um að hann hafi hindrað framgang rannsóknar þingsins með því að banna embættismönnum og stofnunum að bera vitni og afhenda gögn. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Þrír æðstu yfirmenn þjóðaröryggismála í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyndu að sannfæra hann um að heimila afgreiðslu hernaðaraðstoðar sem hann stöðvaði í sumar en án árangurs. Ákvörðun Trump um að frysta aðstoðina á sama tíma og lögmaður hans þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að gera forsetanum persónulegan greiða olli uppnámi og klofningi innan stjórnarinnar. Greint er frá fundi sem Mark T. Esper, varnarmálaráðherra, Mike Pompeo, utanríkisráðherra og John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi, áttu með Trump í Hvíta húsinu seint í ágúst í ítarlegri umfjöllun New York Times um atburðina sem urðu til þess að Trump varð þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem var kærður fyrir embættisbrot fyrr í þessum mánuði. Hún byggir á skjölum úr rannsókn þingsins, tölvupóstum og viðtölum við núverandi og fyrrverandi embættismenn Hvíta hússins auk aðstoðarmanna þingmanna. Trump krafðist þess fyrst að tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu yrði fryst um miðjan júní. Embættismenn töldu þá að einhver hefði sýnt Trump frétt í hægriblaðinu Washington Examiner um hernaðaraðstoðina við Úkraínu. Forsetinn hafði þá lengi aðhyllst stoðlausa samsæriskenningu um að það hafi verið Úkraínu, en ekki Rússland, sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, þvert á álit leyniþjónustu Bandaríkjanna. Töldu andúðina á aðstoðinni vegna fréttar í hægriblaði Í framhaldinu reyndu embættismenn Hvíta hússins og fjárlagaskrifstofu þess að finna leiðir til að verða við kröfu Trump án þess að brjóta lög. Bandaríkjaþing hafði samþykkt fjárútlátin til Úkraínu og bar Hvíta húsinu skylda til að afgreiða aðstoðina. Lögfræðingar Hvíta hússins ákváðu þó snemma að ekki þyrfti að afgreiða aðstoðina fyrr en í september en þá lýkur fjárlagaári bandarísku alríkisstjórnarinnar. Markmiðið virðist hafa verið að framfylgja skipun forsetans en nýta tímann til þess að fá hann af skoðun sinni áður en fjárveitingarnar rynnu út á tíma. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að koma skilaboðum Trump um að frysta aðstoðina áleiðis til embættismanna sem þurftu að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna þess. Hann á þó að hafa yfirgefið herbergið þegar Trump ræddi við Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, þar sem að samtöl þeirra væru varin trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Giuliani stýrði skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að fallast á rannsóknir Joe Biden, mögulegum mótherja Trump í kosningum næsta árs, og samsæriskenningunni um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. New York Times segir að embættismenn Hvíta hússins haldi því fram að þeir hafi ekki vitað af þeirri þrýstingsherferð á þeim tíma sem þeir unnu að því að halda hernaðaraðstoðinni eftir eða þá að þeir hafi ekki tengt það tvennt saman. Trump er sakaður um að hafa haldið hernaðaraðstoðinni eftir til þess að knýja Úkraínumenn til að fallast á rannsóknirnar sem hann krafðist og hefðu gagnast honum persónulega. William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Hann mun láta af störfum í byrjun árs. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt að Pompeo utanríkisráðherra hafi ekki viljað þurfa að sjást með honum opinberlega í heimsókn í janúar.AP/Andrew Harnik Forviða yfir ákvörðuninni Embættismenn í þjóðaröryggisráðinu, varnarmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu eru sagðir hafa verið forviða yfir því að Trump hefði látið frysta aðstoðina. Engin ástæða var gefin og þá tilkynnti Hvíta húsið hvorki þinginu né úkraínskum stjórnvöldum um að það hefði ákveðið að stöðva afgreiðsluna. Engin opinber yfirlýsing var gefin út um ákvörðunina heldur. Olli þetta togstreitu á milli fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytisins en það síðarnefndu gekk á eftir því að aðstoðin yrði greidd út. Áður en yfir lauk hættu tveir starfsmenn fjárlagaskrifstofunnar vegna þess að aðstoðin var fryst og sá þriðji var settur í önnur verkefni. Það var ekki fyrr en um mánuði eftir að Trump vildi fyrst að aðstoðin yrði fryst sem aðrir en þeir embættismenn sem sáu um að framfylgja skipuninni fengu pata af því. Þeirra á meðal var William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem bar síðar vitni í rannsókn þingsins. „Ég og aðrir sem tóku þátt í símtalinu sátum í forundran. Á augnabliki varð mér ljóst að ein af grunnstoðum sterks stuðnings okkar við Úkraínu væri í hættu,“ sagði Taylor um það þegar embættismaður fjárlagaskrifstofunnar sagði honum og öðrum frá því að aðstoðin hefði verið stöðvuð. Taylor víkur sem starfandi sendiherra í byrjun nýs árs. Þetta gerðist viku fyrir símtalið örlagaríka á milli Trump og Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu 25. júlí. Í því gekk Trump ítrekað eftir rannsókn á Biden og samsæriskenningunni. Það mátti meðal annars lesa úr minnisblaði um símtalið sem Hvíta húsið birti sjálft í haust. Trump hefur engu að síður haldið fram statt og stöðugt að símtalið hafi verið „fullkomið“. Beint í kjölfar símtalsins skrifaði Michael Duffey, pólitískt skipaður embættismaður fjárlagaskrifstofunnar, varnarmálaráðuneytinu bréf þar sem hann skipaði því að afgreiða ekki aðstoðina. „Í ljósi þess hversu viðkvæm beiðnin er kynni ég að meta að þeir sem þurfa að vita til að framkvæma stefnuna fari varlega með upplýsingarnar,“ sagði Duffey í póstinum sem er sagður hafa valdið titringi innan varnarmálaráðuneytisins. Bolton og Trump þegar allt lék í lyndi. Lögmaður Trump hefur ýjað að því að hann hafi upplýsingar sem hafa ekki áður komið fram um þrýsingsherferð Trump og Giuliani í Úkraínu.Vísir/Getty Hlustaði ekki á ráðherra og ráðgjafa sinn Undir lok ágúst varð það opinbert að Hvíta húsið hefði stöðvað aðstoðina með frétt Politico 28. ágúst. Leiðtogar þjóðaröryggisráðsins lögðu að Trump að snúa ákvörðun sinni við. Þannig segir New York Times að Pompeo, Esper og Bolton hafi reynt að tala um fyrir forsetanum og sannfæra hann um að það væru hagsmunir Bandaríkjanna að afgreiða aðstoðina. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. „Úkraína er spillt land. Við erum að pissa frá okkur peningum,“ á Trump að hafa sagt þeim. Lögfræðingar Hvíta hússins undirbjuggu lagarök um að sem æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna gæti Trump farið gegn vilja þingsins um fjárveitinguna til Úkraínu. Bolton þjóðaröryggisráðgjafi eru sagður hafa verið alfarið andvígur þeim rökum. Hann lét af störfum í september eftir að samband þeirra Trump hafði farið versnandi um langa hríð. Bolton hefur ýjað að því síðan að hann hafi nýjar upplýsingar sem hefðu þýðingu fyrir rannsókn þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump en hefur ekki viljað bera vitni sjálfviljugur nema að fá úrskurð dómstóla um hvort honum sé það skylt. Það var ekki fyrr en í september þegar tveir áhrifamiklir þingmenn Repúblikanaflokksins höfðu ítrekað gengið á eftir því að aðstoðin yrði afgreidd sem hreyfing komst á málið aftur. Þá hafði forsetanum verið tjáð að leyniþjónustumaður hefði lagt fram formlega uppljóstrarakvörtun vegna þrýstingsherferðarinnar gegn úkraínskum stjórnvöldum. Trump heimilaði loks að aðstoðin yrði afgreidd nokkrum dögum eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagst ætla að rannsaka hvers vegna hún hefði verið fryst. Eftir að upplýst var um kvörtun uppljóstrarans sem Hvíta húsið reyndi í fyrstu að koma í veg fyrir að þingið fengið vitneskju um hófst Úkraínuhneyksli Trump fyrst af alvöru. Meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni tilkynnti um formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump vegna þrýstingsins á Úkraínu 24. september. Fulltrúadeildin samþykkti tvær kærur á hendur Trump 18. desember. Önnur þeirra sakar forsetann um að hafa misnotað vald sitt með samskiptum hans við Úkraínu en hin fjallar um að hann hafi hindrað framgang rannsóknar þingsins með því að banna embættismönnum og stofnunum að bera vitni og afhenda gögn.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39
Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49