Stuðningsmenn ensku liðanna fá mögulega að hvetja og fagna í gegnum hátalarakerfi tómra leikvanga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:30 Það er miklu betra en ekkert að fá þó að minnsta kosti tækifæri til að taka einhvern þátt í leikjunum þótt að þú sért heima í stofu að horfa. Hér má sjá stuðningsmenn toppliðs Liverpool. Getty/Nick Taylor Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti