Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 11:30 Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann brons. EPA/GEORG HOCHMUTH Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni
Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira