Hvers vegna er ekki meiri verðbólga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. maí 2020 08:00 Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun