Ferðatakmarkanir koma ekki til greina þrátt fyrir fleiri smit í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 14:25 Gestir á tískuvikunni í Mílanó mættu sumir með andlitsmaska til leiks af ótta við kórónuveirunnar sem breiðist nú út um Norður-Ítalíu. Vísir/EPA Ekki verður gripið til takmarkana á ferðalögum fólks innan Schengen-svæðisins vegna kórónuveirunnar þrátt fyrir að hún hafi náð útbreiðslu á Ítalíu, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ítölsk yfirvöld staðfestu fimmta dauðsfallið af völdum veirunnar þar í dag. Á þriðja hundrað manns hefur smitast af kórónuveirunni á Ítalíu frá því á föstudag samkvæmt gögnum ítalskra yfirvalda. Langflest smitin hafa greinst í Langbarðalandi og Venetóhéraði á norðanverðri Ítalíu. Skólum, háskólum, söfnum og kvikmyndahúsum hefur verið lokað til að reyna að hefta útbreiðsluna. Tilkynnt var um tvö dauðsföll til viðbótar á Ítalíu í dag. Í báðum tilfellum var um að ræða karlmenn á níræðisaldri í Langbarðalandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórn ESB segist undirbúa varaáætlanir vegna veirunnar þrátt fyrir að ferðatakmarkanir komi ekki til greina að svo stöddu. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri sambandsins, segir að ferðatakmarkanir verði að vera í samræmi við tilefnið og samhæfðar á meðal ríkjanna. Þær verði einnig að byggjast á vísindalegum rökum. „Eins og sakir standa hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ekki mælt með því að setja takmarkanir á ferðalög eða viðskipti,“ sagði hún í dag. Engu að síður vekja smitin á Ítalíu titring í álfunni. Frönsk yfirvöld stöðvuðu þannig farþega rútu sem kom frá Mílanó eftir að grunur vaknaði um að einn þeirra gæti verið smitaður af veirunni. Lögreglumenn strengdu borða í kringum rútuna og fylgdu farþegum á afmarkað svæði á Perrache-rútustöðinni í Lyon. Þeir voru með flensueinkenni voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Reuters. Wuhan-veiran Ítalía Frakkland Evrópusambandið Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Ekki verður gripið til takmarkana á ferðalögum fólks innan Schengen-svæðisins vegna kórónuveirunnar þrátt fyrir að hún hafi náð útbreiðslu á Ítalíu, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ítölsk yfirvöld staðfestu fimmta dauðsfallið af völdum veirunnar þar í dag. Á þriðja hundrað manns hefur smitast af kórónuveirunni á Ítalíu frá því á föstudag samkvæmt gögnum ítalskra yfirvalda. Langflest smitin hafa greinst í Langbarðalandi og Venetóhéraði á norðanverðri Ítalíu. Skólum, háskólum, söfnum og kvikmyndahúsum hefur verið lokað til að reyna að hefta útbreiðsluna. Tilkynnt var um tvö dauðsföll til viðbótar á Ítalíu í dag. Í báðum tilfellum var um að ræða karlmenn á níræðisaldri í Langbarðalandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórn ESB segist undirbúa varaáætlanir vegna veirunnar þrátt fyrir að ferðatakmarkanir komi ekki til greina að svo stöddu. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri sambandsins, segir að ferðatakmarkanir verði að vera í samræmi við tilefnið og samhæfðar á meðal ríkjanna. Þær verði einnig að byggjast á vísindalegum rökum. „Eins og sakir standa hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ekki mælt með því að setja takmarkanir á ferðalög eða viðskipti,“ sagði hún í dag. Engu að síður vekja smitin á Ítalíu titring í álfunni. Frönsk yfirvöld stöðvuðu þannig farþega rútu sem kom frá Mílanó eftir að grunur vaknaði um að einn þeirra gæti verið smitaður af veirunni. Lögreglumenn strengdu borða í kringum rútuna og fylgdu farþegum á afmarkað svæði á Perrache-rútustöðinni í Lyon. Þeir voru með flensueinkenni voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Reuters.
Wuhan-veiran Ítalía Frakkland Evrópusambandið Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira