Öryggi farþega og starfsmanna á Reykjavíkurflugvelli Unnar Ólafsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR).
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun