Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 20:45 Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira
Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira