Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:55 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira