Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira