Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 17:11 Borgarleikhúsið vetur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira