Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
„Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira