Sjálfsögðu miðlarnir Olga Björt Þórðardóttir skrifar 8. apríl 2020 12:00 Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun