Innlent

Ber við minnisleysi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Maðurinn mætti ekki í dóminn í dag. 
Maðurinn mætti ekki í dóminn í dag.  Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 

Maðurinn mætti ekki í dóminn. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn ekki viljað tjá sig við lögreglu og ber við minnisleysi.

Hann var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 1. apríl. 

Þann 28. mars síðastliðinn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að kona á sextugsaldri hefði látist heima hjá sér í Sandgerði. Rannsóknarlögreglumaður fór þegar á staðinn, ásamt presti og lækni sem úrskurðaði hana látna. Það var ekki fyrr en fjórum dögum seinna að maðurinn var handtekinn en það var eftir að niðurstaða krufningar lá fyrir. Hún leiddi í ljós að sterkar líkur væru á því að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á maðurinn hafi þrengt að öndunarvegi konunnar.


Tengdar fréttir

Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×