Allir í húsnæðisvanda fá þak yfir höfuðið í nokkra mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2020 12:00 Öllum þeim sem eru í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar verður útvega húsnæði næstu mánuði, óháð lögheimili, samkvæmt samkomulagi sem félagsmálaráðherra og Reykjavíkurborg hafa gert. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira