Gengi Norwegian féll um rúmlega helming á tíu mínútum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 09:09 Það er óskandi að lending þessarar vélar Norwegian Air hafi ekki verið í líkingu við skellinn sem félagið fékk í kauphöllinni í morgun. Getty/Simon Dawson Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs. Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs.
Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira