Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 14:34 Það er mun minna að gera hjá Icelandair en áður, eins og hjá mörgum flugfélögum um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Eftir 4 .maí verður rýmkað á ýmsum skilyrðum bannsins en enn á eftir að taka fjölmörg skref þangað til banninu verður endanlega aflétt. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var áhrif faraldursins á ferðaþjónustuna hér á landi en í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur kom fram að stjórnvöldum hér á landi hafi borist tillaga frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um áframhaldandi lokun ytri landamæra, til 15. maí „Við ætlum að taka þátt í því,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að þó að útlit væri fyrir að faraldurinn væri á niðurleið hér í landi kæmi staða annarra ríkja inn í myndina varðandi ferðalög til og frá Íslandi. „Við erum auðvitað undir því komin hvernig önnur lönd bregðast við og hvar þau eru stödd í ferlinu. Það eru mörg önnur lönd á eftir okkur. Við sjáum að í morgun var Frakkland að lengja útgöngubann fram í miðjan maí þannig að við erum að sjá það að við erum undir þessu komin,“ sagði Áslaug Arna. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við fréttastofu að það sé jákvætt að verið sé að stíga skref í átt að því að afnema samkomubannið. Ferðaþjónustan bíði þó helst eftir því að fá upplýsingar um hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna hingað til lands þegar Ísland opnast á ný. „Þetta er heilmikil óvissa fyrir okkur. Verði settar á umtalsverðar hömlur þá er það alveg ljóst þá gerir það alveg út um möguleika ferðaþjónustunar að ná inn einhverju tekjum á þessari háönn í sumar. Þá á meðan slíkar hömlur gilda,“ segir Jóhannes. Þannig væri mikilvægt að fá úr því skorið sem fyrst svo að aðgerðir stjórnvalda geti tekið mið af því, svo halda mætti lífi í ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. „Það er fjöldi fyrirtækja sem bíður eftir þessum upplýsingum. Framtíð fyrirtækjana veltur á því hvernig aðgerðir stjórnvalda koma til með að líta út vegna þess að ferðaþjónustan sem grein, ólíkt flestum öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum á landinu, er 100% tekjulaus næstu mánuði,“ segir Jóhannes. Slíkar aðstæður séu ekki lífvænlegar fyrir atvinnustarfsemi. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri, þau geta ekki borgað laun, þau geta ekki borgað fastan kostnað, þau fara einfaldlega á hausinn ef ekki koma til aðgerðir sem halda í þeim lífinu á einhvern máta,“ segir Jóhannes. Því væri mikilvægt að tryggja það að þessi fyrirtæki geti lifað af erfiðustu tímana því að ferðaþjónustan sé mikilvægt vopnabúr svo efnahagurinn geti náð vopnum sínum á nýjan leik. „Þar sem ferðaþjónustan er kannski eins og við höfum séð á undanförnum áratug, kvikasta leiðin til að ná okkur upp úr þessum skurði, þessum efnahagslega skurði, sem þessi veirufaraldur hefur grafið okkur ofan í. Þá væri það mikið skynsemsiskref ef hægt er að búa þannig um hnútana með samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda þannig að þessi fyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtækin, geti verið jafnkvik upp á fæturna aftur þegar möguleikarnir opnast á því“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Eftir 4 .maí verður rýmkað á ýmsum skilyrðum bannsins en enn á eftir að taka fjölmörg skref þangað til banninu verður endanlega aflétt. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var áhrif faraldursins á ferðaþjónustuna hér á landi en í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur kom fram að stjórnvöldum hér á landi hafi borist tillaga frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um áframhaldandi lokun ytri landamæra, til 15. maí „Við ætlum að taka þátt í því,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að þó að útlit væri fyrir að faraldurinn væri á niðurleið hér í landi kæmi staða annarra ríkja inn í myndina varðandi ferðalög til og frá Íslandi. „Við erum auðvitað undir því komin hvernig önnur lönd bregðast við og hvar þau eru stödd í ferlinu. Það eru mörg önnur lönd á eftir okkur. Við sjáum að í morgun var Frakkland að lengja útgöngubann fram í miðjan maí þannig að við erum að sjá það að við erum undir þessu komin,“ sagði Áslaug Arna. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við fréttastofu að það sé jákvætt að verið sé að stíga skref í átt að því að afnema samkomubannið. Ferðaþjónustan bíði þó helst eftir því að fá upplýsingar um hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna hingað til lands þegar Ísland opnast á ný. „Þetta er heilmikil óvissa fyrir okkur. Verði settar á umtalsverðar hömlur þá er það alveg ljóst þá gerir það alveg út um möguleika ferðaþjónustunar að ná inn einhverju tekjum á þessari háönn í sumar. Þá á meðan slíkar hömlur gilda,“ segir Jóhannes. Þannig væri mikilvægt að fá úr því skorið sem fyrst svo að aðgerðir stjórnvalda geti tekið mið af því, svo halda mætti lífi í ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. „Það er fjöldi fyrirtækja sem bíður eftir þessum upplýsingum. Framtíð fyrirtækjana veltur á því hvernig aðgerðir stjórnvalda koma til með að líta út vegna þess að ferðaþjónustan sem grein, ólíkt flestum öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum á landinu, er 100% tekjulaus næstu mánuði,“ segir Jóhannes. Slíkar aðstæður séu ekki lífvænlegar fyrir atvinnustarfsemi. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri, þau geta ekki borgað laun, þau geta ekki borgað fastan kostnað, þau fara einfaldlega á hausinn ef ekki koma til aðgerðir sem halda í þeim lífinu á einhvern máta,“ segir Jóhannes. Því væri mikilvægt að tryggja það að þessi fyrirtæki geti lifað af erfiðustu tímana því að ferðaþjónustan sé mikilvægt vopnabúr svo efnahagurinn geti náð vopnum sínum á nýjan leik. „Þar sem ferðaþjónustan er kannski eins og við höfum séð á undanförnum áratug, kvikasta leiðin til að ná okkur upp úr þessum skurði, þessum efnahagslega skurði, sem þessi veirufaraldur hefur grafið okkur ofan í. Þá væri það mikið skynsemsiskref ef hægt er að búa þannig um hnútana með samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda þannig að þessi fyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtækin, geti verið jafnkvik upp á fæturna aftur þegar möguleikarnir opnast á því“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira