Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 17:00 Guðjón Valur Sigurðsson hefur raðað inn titlinum á síðustu níu tímabilum sínum og það í fjórum mismundandi löndum. EPA/MARIUS BECKER Guðjón Valur Sigurðsson varð í dag franskur meistari með liði sínu Paris Saint Germain þegar franska deildin ákvað að aflýsa tímabilinu og krýna meistara sína. Guðjón Valur Sigurðsson heldur upp á 41 árs afmælið sitt í haust og var þarna að vinna sinn sjöunda meistaratitil á glæsilegum ferli. Það sem er kannski merkilegt við það að allir þessir sjö meistaratitlar, í dönsku, þýsku, spænsku og frönsku deildinni hefur Guðjón Valur unnið á síðustu níu tímabilum sínum. Guðjóni tókst ekki að verða landsmeistari á fyrstu sextán tímabilum sínum í meistaraflokki en hefur aftur á móti unnið sjö meistaratitla eftir að hann hélt upp á 32 ára afmælið sitt. Guðjón Valur varð deildarmeistari með KA vorið 2001 en náði ekki að verða Íslandsmeistari þar sem KA tapaði oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsta stóra titilinn vann Guðjón með þýska liðinu TUSEM Essen þegar vann EHF-bikarinn vorið 2005. Guðjón Valur varð fyrst landsmeistari með danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn vorið 2012 en hafði fyrr um tímabilið einnig orðið bikarmeistari með liðinu. Guðjón Valur hefur síðan orðið þrisvar þýskur meistari (með bæði Kiel og Rhein-Neckar Löwen), hann varð spænskur meistari í tvígang með Barcelona og varð svo franskur meistari í dag með Paris Saint-Germain. Guðjón Valur hefur einnig orðið bikarmeistari í Danmörku, í Þýskalandi og á Spáni. Hann náði því ekki með PSG því bikarkeppninni var aflýst vegna COVID-19. Landsmeistaratitlar Guðjóns Vals Sigurðssonar: 2012 - Danmörk - með AG 2013 - Þýskaland - með Kiel 2014 - Þýskaland - með Kiel 2015 - Spánn - með Barcelona 2016 - Spánn - með Barcelona 2017 - Þýskaland - með Rhein-Neckar Löwen 2020 - Frakkland - með Paris Saint Germain Franski handboltinn Þýski handboltinn Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson varð í dag franskur meistari með liði sínu Paris Saint Germain þegar franska deildin ákvað að aflýsa tímabilinu og krýna meistara sína. Guðjón Valur Sigurðsson heldur upp á 41 árs afmælið sitt í haust og var þarna að vinna sinn sjöunda meistaratitil á glæsilegum ferli. Það sem er kannski merkilegt við það að allir þessir sjö meistaratitlar, í dönsku, þýsku, spænsku og frönsku deildinni hefur Guðjón Valur unnið á síðustu níu tímabilum sínum. Guðjóni tókst ekki að verða landsmeistari á fyrstu sextán tímabilum sínum í meistaraflokki en hefur aftur á móti unnið sjö meistaratitla eftir að hann hélt upp á 32 ára afmælið sitt. Guðjón Valur varð deildarmeistari með KA vorið 2001 en náði ekki að verða Íslandsmeistari þar sem KA tapaði oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsta stóra titilinn vann Guðjón með þýska liðinu TUSEM Essen þegar vann EHF-bikarinn vorið 2005. Guðjón Valur varð fyrst landsmeistari með danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn vorið 2012 en hafði fyrr um tímabilið einnig orðið bikarmeistari með liðinu. Guðjón Valur hefur síðan orðið þrisvar þýskur meistari (með bæði Kiel og Rhein-Neckar Löwen), hann varð spænskur meistari í tvígang með Barcelona og varð svo franskur meistari í dag með Paris Saint-Germain. Guðjón Valur hefur einnig orðið bikarmeistari í Danmörku, í Þýskalandi og á Spáni. Hann náði því ekki með PSG því bikarkeppninni var aflýst vegna COVID-19. Landsmeistaratitlar Guðjóns Vals Sigurðssonar: 2012 - Danmörk - með AG 2013 - Þýskaland - með Kiel 2014 - Þýskaland - með Kiel 2015 - Spánn - með Barcelona 2016 - Spánn - með Barcelona 2017 - Þýskaland - með Rhein-Neckar Löwen 2020 - Frakkland - með Paris Saint Germain
Landsmeistaratitlar Guðjóns Vals Sigurðssonar: 2012 - Danmörk - með AG 2013 - Þýskaland - með Kiel 2014 - Þýskaland - með Kiel 2015 - Spánn - með Barcelona 2016 - Spánn - með Barcelona 2017 - Þýskaland - með Rhein-Neckar Löwen 2020 - Frakkland - með Paris Saint Germain
Franski handboltinn Þýski handboltinn Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti