APRÍL – alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum Sigríður Björnsdóttir skrifar 16. apríl 2020 12:30 Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun