Sænsk úrvalsdeildarfélög ósátt með yfirvöld þar í landi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 10:30 Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikur með sænska stórliðinu Malmö. vísir/getty Nokkur sænsk úrvalsdeildarfélög hafa áskað yfirvöld þar í landi um að koma í veg fyrir að leikmenn þeirra geti unnið vinnuna sína. Sænska úrvalsdeildin hafði stefnt á að hefja leik þann 14. júní eftir að upphafi tímabilsins var frestað vegna kórónufaraldursins. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa hins vegar ekki enn gefið grænt ljós og því er óvíst hvenær deildin getur hafist. Boltinn er farinn að rúlla í Færeyjum og þá stefnum við Íslendingar á að hefja leik um miðjan júní. Sama má segja um Danmörku, Noreg og Finnland. Svíþjóð er því eina Norðurlandið þar sem enn ríkir óvissa um hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Svíþjóð var með töluvert slakari takmarkanir en önnur Norðurlönd og eflaust er það ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hefja leik strax. Talið er að allt að 600 þúsund manns hafi smitast í Stokkhólmi. Samkvæmt Reuters þá hafa nokkur af stærstu félögum sænsku úrvalsdeildarinnar kvartað yfir ósamræmi yfirvalda í aðgerðum sínum gegn faraldrinum. „Verslunarmiðstöðvar og veitingastaðir mega hafa opið svo lengi sem þau fylgja reglum yfirvalda. Á sama tíma má ekki spila ellefu gegn ellefu á tómum leikvöngum. Hver eru rökin fyrir því?“ segir í yfirlýsingu félaganna. Ekki kemur fram um hvaða félög er að ræða. Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út að ástæðan sé ekki endilega vegna hættunnar á smitum á meðan leik stendur heldur áhrifanna sem þetta gæti haft utan valla. Því ef fólk kemst ekki á völlinn myndi það flykkjast á sportbari eða aðra staði til þess að sjá leikina. Fótbolti Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Nokkur sænsk úrvalsdeildarfélög hafa áskað yfirvöld þar í landi um að koma í veg fyrir að leikmenn þeirra geti unnið vinnuna sína. Sænska úrvalsdeildin hafði stefnt á að hefja leik þann 14. júní eftir að upphafi tímabilsins var frestað vegna kórónufaraldursins. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa hins vegar ekki enn gefið grænt ljós og því er óvíst hvenær deildin getur hafist. Boltinn er farinn að rúlla í Færeyjum og þá stefnum við Íslendingar á að hefja leik um miðjan júní. Sama má segja um Danmörku, Noreg og Finnland. Svíþjóð er því eina Norðurlandið þar sem enn ríkir óvissa um hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Svíþjóð var með töluvert slakari takmarkanir en önnur Norðurlönd og eflaust er það ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hefja leik strax. Talið er að allt að 600 þúsund manns hafi smitast í Stokkhólmi. Samkvæmt Reuters þá hafa nokkur af stærstu félögum sænsku úrvalsdeildarinnar kvartað yfir ósamræmi yfirvalda í aðgerðum sínum gegn faraldrinum. „Verslunarmiðstöðvar og veitingastaðir mega hafa opið svo lengi sem þau fylgja reglum yfirvalda. Á sama tíma má ekki spila ellefu gegn ellefu á tómum leikvöngum. Hver eru rökin fyrir því?“ segir í yfirlýsingu félaganna. Ekki kemur fram um hvaða félög er að ræða. Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út að ástæðan sé ekki endilega vegna hættunnar á smitum á meðan leik stendur heldur áhrifanna sem þetta gæti haft utan valla. Því ef fólk kemst ekki á völlinn myndi það flykkjast á sportbari eða aðra staði til þess að sjá leikina.
Fótbolti Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira